Þegar Rishi Sunak boðaði til þingkosninga í Bretlandi var það fyrir löngu ljóst að næstu ríkisstjórn yrði vandi á höndum og að fyrsta verk á dagskrá yrði að fylla upp í stórt gat í fjárlögunum. Nú er Keir Starmer fluttur í Downingstræti 10 og er það …
Keir Starmer á blaðamannafundi. Verkamannaflokkurinn er með skattafríðindi auðmanna í sigtinu en gæti endað á að valda hagkerfinu og ríkissjóði tjóni með uppátækinu.
Keir Starmer á blaðamannafundi. Verkamannaflokkurinn er með skattafríðindi auðmanna í sigtinu en gæti endað á að valda hagkerfinu og ríkissjóði tjóni með uppátækinu. — AFP/Henry Nicholls

Þegar Rishi Sunak boðaði til þingkosninga í Bretlandi var það fyrir löngu ljóst að næstu ríkisstjórn yrði vandi á höndum og að fyrsta verk á dagskrá yrði að fylla upp í stórt gat í fjárlögunum.

Nú er Keir Starmer fluttur í Downingstræti 10 og er það stefna Verkamannaflokksins að skrapa saman 8,6 milljörðum punda með sérstökum sköttum á hátekjumenn í fjármálageiranum, nýjum sköttum á skólagjöld einkaskóla og hvalrekaskatti á hagnað olíu- og gasfyrirtækja. Þorra upphæðarinnar, eða um 5,2 milljarða punda, hyggst Starmer hins vegar kreista út úr aðfluttum auðkýfingum sem hingað til hafa fengið að njóta hagstæðra skattakjara í Bretlandi.

Það úir og grúir af milljóna- og milljarðamæringum í London einmitt vegna þess að þeir hafa – ef þeir eru af erlendum uppruna og tekjur þeirra koma erlendis frá – getað nýtt sér eldgamlar reglur og glufur til

...