Sögulega hafa flugvellir fæðst í vöggu hins opinbera á heimsvísu og lengst af þekktist vart annað en að alþjóðaflugvellir væru í opinberri eigu. Frá árinu 1990 hafa þó sífellt fleiri þjóðir séð kosti þess að einkavæða flugvelli sína og þróunin frá því verið á eina leið, sér í lagi í Evrópu og Asíu.
Mikil uppbygging er hafin á Keflavíkurflugvelli en fjárfesting í áætlaðri uppbyggingu mun hlaupa á hundruðum milljóna næstu áratugi.
Mikil uppbygging er hafin á Keflavíkurflugvelli en fjárfesting í áætlaðri uppbyggingu mun hlaupa á hundruðum milljóna næstu áratugi. — Morgunblaðið/Eggert

Á Keflavíkurflugvelli er hafin mikil innviðauppbygging sem fyrirséð er að muni á næstu áratugum hlaupa á hundruðum milljarða króna. Þróun og uppbygging flugvallarins verður framkvæmd í áföngum og er áætlunin sett fram til ársins 2045. Umfang áfanga á hverjum tíma ræðst meðal annars af þróun farþegafjölda og öðrum. Með þessum hætti er leitast við að tryggja langtímahugsun við þróun flugvallarins á hverjum tíma.

Árið 1987 var hart tekist á um nýja Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Alþýðubandalagið hafði allt á hornum sér gagnvart uppbyggingunni á þeim tíma en þeim þótti hún allt of stór. Þingmaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, síðar formaður Vinstri grænna, sagði að hún yrði „minnisvarði forheimskunar og niðurlægingar“ og flokksbróðir hans í bandalaginu, Ólafur Ragnar Grímsson, síðar forseti Íslands, kallaði flugstöðina „monthöll“.

...