Bergþóra Gísladóttir fæddist 10. september 1931 á Esjubergi, Kjalarnesi. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 5. júlí 2024.

Foreldrar hennar voru Gísli Guðmundsson, f. 7. mars 1889, d. 28. apríl 1963, bóndi á Esjubergi, og Oddný Árnadóttir, f. 2. apríl 1889, d. 2. ágúst 1979, ljósmóðir og bóndi á Esjubergi. Systkini Bergþóru voru Guðmundur, f. 1910, d. 1973, og Sigríður, f. 1916, d. 1988. Bergþóra ólst upp á Esjubergi á Kjalarnesi þar til hún fór til Reykjavíkur til að stunda nám við Verslunarskóla Íslands.

Hún giftist þann 7. júlí 1950 Valdimari Magnússyni, f. 7. júlí 1925, d. 12. júlí 1972, trésmíðameistara frá Botni, Geirþjófsfirði, Suðurfjarðahreppi. Þau bjuggu alla tíð í Reykjavík. Bergþóra og Valdimar eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Hrafnhildur, f. 1951, gift Friðjóni Bjarnasyni, f. 1950. Þau eiga samtals fimm börn og

...