Margt má margt segja um Ólympíuleikana í París. Vafalalaust er að þarlendir höfðu ríkulegan metnað til að gera leikana sem glæsilegasta og kosta verulegu fé til þess að svo mætti verða. Það var einkum tvennt sem fór úr skorðum, þrátt fyrir vilja til …

Margt má margt segja um Ólympíuleikana í París. Vafalalaust er að þarlendir höfðu ríkulegan metnað til að gera leikana sem glæsilegasta og kosta verulegu fé til þess að svo mætti verða. Það var einkum tvennt sem fór úr skorðum, þrátt fyrir vilja til að gera allt sem glæsilegast og verða París og frönsku þjóðinni til sóma.

Óviðráðanlegt úrhelli setti stórt strik í opnunina og varð til þess hugmyndin um siglingu á Signu fór illa og tók allt of langan tíma, fyrir þátttakendur og áhorfendur. Þetta mikla fljót breyttist í hálfgerða forarvilpu og var ófært að nýta ána, að hluta sem keppnisvettvang í sundgreinum, eins og til stóð. Hin listrænu atriði mæltust illa fyrir og þóttu þunglamaleg og of mikið um endurtekningar og hvers konar skrípalæti sem náðu ekki til fólks. En lökust var þó uppsetning atriðis, sem virtist helst sett á svið til að misbjóða kristnum mönnum nær og fjær. Og réttlæting

...