Fjölskyldan Hér eru hjónin Ingimundur og Margrét fremst fyrir miðju með börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Myndin er tekin við skírn Hugrúnar Tinnu Gunnarsdóttur árið 2019 og Margrét heldur á skírnarbarninu.
Fjölskyldan Hér eru hjónin Ingimundur og Margrét fremst fyrir miðju með börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Myndin er tekin við skírn Hugrúnar Tinnu Gunnarsdóttur árið 2019 og Margrét heldur á skírnarbarninu.

Ingimundur Vilhjálmsson fæddist 7. ágúst 1944 í Ysta-Bæli undir Eyjafjöllum. „Ég er alinn þar upp af ömmu minni og afa, Ingiríði Eyjólfsdóttur og Ingimundi Brandssyni, sem bjuggu þar og voru með blandaðan búskap.“ Ingimundur gekk í skóla í Skarðshlíð. „Þetta var svona hefðbundinn sveitaskóli og ég kunni ágætlega við mig þar.“

Eftir skólagönguna í Skarðshlíð fór Ingimundur í héraðsskólann í Skógum og lauk þar prófi 1961. Þá fór hann í Búnaðarskólann á Hvanneyri og lauk þar námi í búfræði 1962. „Það var gaman á Hvanneyri og þar kynntist maður meiri tækni í mjöltun, en við handmjólkuðum bara á bænum heima á þessum tíma,“ segir hann og bætir við að mjaltavélar hafi ekki komið á Ysta-Bæli fyrr en sonur afa hans og ömmu, Sveinbjörn og kona hans Eygló taka við bænum.

Eftir búfræðinámið á Hvanneyri starfaði Ingimundur

...