Innbrot í Ráðhúsið í síðustu viku hefur vakið upp spurningar um hvernig öryggismálum þar sé háttað. Í frétt Morgunblaðsins á laugardaginn var staðfesti Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar að tveir menn hefðu brotist inn í húsið í gegnum bílakjallara Ráðhússins
<strong>Öryggi</strong> Til stendur að endurskoða öryggismál í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Öryggi Til stendur að endurskoða öryggismál í Ráðhúsi Reykjavíkur. — Morgunblaðið/Golli

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Innbrot í Ráðhúsið í síðustu viku hefur vakið upp spurningar um hvernig öryggismálum þar sé háttað.

Í frétt Morgunblaðsins á laugardaginn var staðfesti Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar að tveir menn hefðu brotist inn í húsið í gegnum bílakjallara Ráðhússins. Öryggismiðstöðin hafi mætt á svæðið um 40 mínútum eftir innbrotið, en þá voru mennirnir hvergi sjáanlegir. Lögreglan sagði að búið væri að bera kennsl á mennina

...