Stórfjölskyldan Finnur og Kristín, börn, tengdabörn og barnabörn.
Stórfjölskyldan Finnur og Kristín, börn, tengdabörn og barnabörn.

Finnur Ingólfsson fæddist í Vík í Mýrdal 8. ágúst 1954. „Ég er hreinræktaður Skaftfellingur í sjö ættliði, kominn af frekar efnalitlu verkafólki og fékk fljótt að vita það að maður yrði að vinna ef maður ætlaði að koma sér áfram í lífinu. Fimm ára gamall byrjaði ég í brúarvinnu hjá móðursystur minni við Skaftá fyrir ofan Búland í Skaftártungu. Ég var „ostavörður“ og var hlutverk mitt að verja matartjaldið fyrir músum þannig að þær kæmust ekki í ostinn því strákunum var illa við að fá músétinn ost ofan á brauðið. Af brúarvinnustrákunum lærði ég margt sem átti eftir að gagnast mér með misjöfnum hætti síðar á lífsleiðinni. Ég var notaður í sendiferðir milli vinnubúðanna og Búlands. Þessar sendiferðir mínar urðu svo til þess að ég var átta sumur í sveit á Búlandi hjá þeim yndislegu systkinum, Sínu, Stínu og Gísla. Þarna fékk ég smjörþefinn af sveitasælunni sem blundaði alltaf í

...