Edmundo González, forsetaefni stjórnarandstöðunnar í Venesúela, sagði í gær að hann myndi ekki mæta fyrir hæstarétt landsins, sem hefur kallað González fyrir réttinn. Stjórnarandstaðan segir að González sé réttkjörinn forseti en sitjandi forseti,…
Edmundo González
Edmundo González

Edmundo González, forsetaefni stjórnarandstöðunnar í Venesúela, sagði í gær að hann myndi ekki mæta fyrir hæstarétt landsins, sem hefur kallað González fyrir réttinn.

Stjórnarandstaðan segir að González sé réttkjörinn forseti en sitjandi forseti, Nicolás Maduro, hefur kært málið til Hæstaréttar og vill að rétturinn, sem eingöngu er skipaður bandamönnum Maduros, staðfesti að „sigur“ sinn sé réttur.

González sagði að hann myndi líklega tefla sínu eigin frelsi í hættu ef hann myndi birtast fyrir réttinum, en hann hefur lítið sést á almannafæri eftir að kjörstjórn tilkynnti að Maduro hefði haft betur í kosningunum.