Egill Þorsteinsson fæddist í Reykjavík 20. janúar 1965. Hann lést á Hopital Georges-Pompidou í París 7. júlí 2024.

Foreldrar hans voru Þorsteinn Egilsson, f. 25.1. 1927, d. 7.1. 2015, og Sigurdís Alda Jónsdóttir, f. 11.4. 1930, d. 8.1. 2023, og ólst hann upp hjá þeim í Stóragerði 28 í Reykjavík. Eftirlifandi systir Egils er Helga, f. 1956. Bróðir Þorsteins, Sveinbjörn, var kvæntur Önnu systur Öldu og á milli þessara fjölskyldna var einstaklega mikill samgangur og kærleikur, svo segja má að þar hafi Egill átt þrjár skásystur, þær Guðnýju, Sigurlaugu og Önnu Dís.

Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1984 fór Egill eitt ár í sagnfræði í HÍ og annað ár til Bretlands en síðan lá leiðin til Frakklands að læra frönsku. Stuttu fyrir heimkomuna frá Frakklandi, eða árið 1989, kynntist hann franskri konu, Béatrice. Þau felldu hugi saman

...