Samtök iðnaðarins áætla að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði muni nema tæplega 39 milljörðum á næsta ári sem verði nær 7% hækkun á milli ára. Skýrist sú hækkun af hækkun fasteignamats og gangi hún eftir munu fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði verða…
— Morgunblaðið/sisi

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

Ólafur Pálsson

oap@mbl.is

Samtök iðnaðarins áætla að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði muni nema tæplega 39 milljörðum á næsta ári sem verði nær 7% hækkun á milli ára. Skýrist sú hækkun af hækkun fasteignamats og gangi hún eftir munu fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði verða 50% hærri að raunvirði á næsta ári en þeir voru fyrir 10 árum. Þetta kemur fram í greiningu Samtaka iðnaðarins á hækkandi fasteignasköttum á atvinnuhúsnæði sem birt er í dag.

Hátt hlutfall landsframleiðslu

Álagðir fasteignaskattar á íslensk fyrirtæki eru mjög háir í alþjóðlegum samanburði. Hlutfall fasteignaskatta á fyrirtæki í ríkjum OECD er tæplega 0,5% af landsframleiðslu en 0,8% á Íslandi. Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði í Noregi eru

...