„Þetta er gott sjóskip, sem líður vel á hafinu og fer vel með fólk um borð. Að komast í svona sjómennsku var alltaf draumurinn, þó fjarlægur væri. En þetta varð veruleiki og nú tökum við Norðurhöf og svo verður gert út á Miðjarðarhafið í haust
Heimsókn Gísli Jökull hér um borð í Viking Venus. Eiginkona hans Eygló Dís Alfreðsdóttir og börnin tvö, Ísabella Sara og Jóel Dan, með á myndinni.
Heimsókn Gísli Jökull hér um borð í Viking Venus. Eiginkona hans Eygló Dís Alfreðsdóttir og börnin tvö, Ísabella Sara og Jóel Dan, með á myndinni. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Þetta er gott sjóskip, sem líður vel á hafinu og fer vel með fólk um borð. Að komast í svona sjómennsku var alltaf draumurinn, þó fjarlægur væri. En þetta varð veruleiki og nú tökum við Norðurhöf og svo verður gert út á Miðjarðarhafið í haust. Á nýju ári verðum við svo komnir í Kyrrahafið og með vorinu í siglingar til Alaska og Kanada,“ segir Gísli Valur Gíslason, 2. stýrimaður á norska skemmtiferðaskipinu Viking Venus.

Við Bretland og í

...