1917 „Ísland hefir eins og önnur hlutlaus lönd auðgast vegna ófriðarins.“ Jón Magnússon forsætisráðherra
Reykjavík Hús Jóns Magnússonar forsætisráðherra að Hverfisgötu 21 sem reist var árið 1912. Enn eitt af glæsilegustu húsum borgarinnar, enda er arkitektúr þess einstakur.
Reykjavík Hús Jóns Magnússonar forsætisráðherra að Hverfisgötu 21 sem reist var árið 1912. Enn eitt af glæsilegustu húsum borgarinnar, enda er arkitektúr þess einstakur. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Fullveldi og aðskilnaður frá danska konungsríkinu var meginstef íslenskra stjórnmála á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Verkgeta og tækniþekking var í mikilli sókn á þessum tíma og því mörg framfaramál í deiglu og unnið að mikilvægum framkvæmdum. Öldur iðnbyltingar höfðu borist til Íslands og samfélagið var í hraðri þróun. Mörgum þótti hins vegar sem svo að báðar hendur væru bundnar nema landið væri sjálfstætt. Mikilsverður áfangi í því sambandi náðist 1. desember 1918 þegar Ísland varð frjálst og fullvalda ríki.

Einmitt á þeim tíma var við völd fyrsta ráðuneyti Jóns Magnússonar sem tók við völdum í ársbyrjun 1917. Þetta var ríkisstjórn skipuð Heimastjórnarflokknum og Sjálfstæðisflokki þversum, sem svo var kallaður vegna klofnings um leiðir í sjálfstæðisbaráttunni.

...