Guðlaug Jóhannsdóttir fæddist í Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi 29. apríl 1936. Hún lést 22. júlí 2024.

Foreldrar hennar voru Jóhann Ingiberg Jóhannesson og Helga Lilja Gottskálksdóttir. Gilla, eins og hún var alltaf kölluð, var fyrsta barn þeirra hjóna saman, fyrir átti Jóhann dótturina Gyðu. Í kjölfarið fæddust þeim fimm börn, Árni, Eymundur, tvíburarnir Sigmar og Ingibjörg yngstur var Gísli Gottskálk. Systurnar eru nú allar látnar. Þegar Guðlaug var þriggja ára fluttist fjölskyldan að Sólheimum í Sæmundarhlíð og þar ólst Gilla upp. Skólaganga hennar var í anda þeirrar tíðar og ung réð hún sig sem kaupakonu að Reynistað og þaðan fór hún veturinn 1954-1955 í Húsmæðraskólann á Löngumýri.

Um tvítugt kynntist Gilla Rögnvaldi Steinssyni, f. 3.10. 1918 á Hrauni á Skaga. Fljótlega flutti hún að Hrauni og settist í bú með Valda ásamt foreldrum hans. Þau

...