Stjórn borgarinnar er í flestum tilvikum bæði fálmkennd og ómarkviss og skuldir á þeim vettvangi hrannast upp ár frá ári.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Fylgi við borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins mældist um 22% í vor. Það er lægsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn hefur mælst með frá upphafi. Ugglaust má velta fyrir sér ýmsum ástæðum sem skýra þetta minnkandi fylgi flokksins. Ástæðurnar gætu meðal annars verið skortur á skýrum baráttumálum, tengsl borgarfulltrúa flokksins við borgarbúa og síðast en ekki síst samstaða innan borgartjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. En hvað sem því líður er staðan einfaldlega ekki góð. Full ástæða til að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leiti leiða til að snúa þessari þróun við.

Hvað er til ráða?

Eðlilega velta flokksmenn þessari stöðu fyrir sér, ekki síst borgarfulltrúar flokksins skyldi maður ætla. Á sama tíma er meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur ekki að vinna nein afrek, nema

...