Forsvarsmenn Flugskóla Reykjavíkur hafa kynnt Isavia hugmyndir sínar og vilja til að reisa byggingu á Reykjavíkurflugvelli nærri Nauthólsvegi þar sem yrði flugskýli og fræðslusetur flugmennta í landinu
Skissa Svona sjá forsvarsmenn flugskólans fyrir sér að gæti nýbyggingar við Nauthólsveg verið. Mál er á frumstigi.
Skissa Svona sjá forsvarsmenn flugskólans fyrir sér að gæti nýbyggingar við Nauthólsveg verið. Mál er á frumstigi.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Forsvarsmenn Flugskóla Reykjavíkur hafa kynnt Isavia hugmyndir sínar og vilja til að reisa byggingu á Reykjavíkurflugvelli nærri Nauthólsvegi þar sem yrði flugskýli og fræðslusetur flugmennta í landinu. Undirtektir af hálfu Isavia hafa verið jákvæðar og þar er vilji til að vinna málið áfram í samvinnu við aðra opinbera aðila, segir Hjörvar Hans Bragason skólastjóri í samtali við Morgunblaðið.

Skissur þær sem fyrir liggja gera ráð fyrir því að umrædd bygging yrði reist þar sem Flugskóli Helga Jónssonar hefur lengi verið. Samkvæmt teikningum yrði byggingin annars vegar 1.075 fermetra flugskýli fyrir alls að níu kennsluvélar. Við hliðina yrði bygging á þremur hæðum með 450 fermetra grunnfleti hver hæð; þar yrði aðstaða fyrir kennslu, flugherma og fleira slíkt sem

...