<strong>Vinnuslys </strong>Hönd mannsins skaddaðist þegar hann festi hana í vinnuvél.
Vinnuslys Hönd mannsins skaddaðist þegar hann festi hana í vinnuvél. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Alvarlegt vinnuslys varð á ellefta tímanum í gærmorgun í Grindavík þegar starfsmaður Ægis sjávarfangs festi hönd í vinnuvél.

Slysið var tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum. Fóru viðbragðsaðilar þegar á vettvang og var viðkomandi fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Guðmundur P. Davíðsson, framkvæmdastjóri Ægis sjávarfangs, segir að snögglega hafi verið brugðist við vinnuslysinu.

„Það voru komnir sjúkrabílar á svæðið innan nokkurra mínútna, og slökkviliðið og fleiri viðbragðsaðilar. Hinn slasaði er í aðgerð á spítalanum í Fossvogi en viðkomandi slasaðist á hönd,“ sagði Guðmundur við mbl.is.

Slysið talið alvarlegt

Hann kveðst ekki hafa upplýsingar um aðdraganda slysins eða áverkana.

„Slysið er alvarlegt enda skaddaðist

...