Viðskiptablaðið fjallar í leiðara sínum í vikunni um viðbrögð verkalýðsforingja við verðbólgutölum og telur þau öll fyrirsjáanleg og á misskilningi byggð. Þegar verðbólgumæling hafi sýnt hækkun í síðasta mánuði hafi þeir hver af öðrum risið upp á afturlappirnar og kvartað.

Þeir hafi til dæmis minnt á endurskoðunarákvæði kjarasamninga, lýst þeirri skoðun að háir stýrivextir vinni ekki gegn verðbólgu heldur fóðri hana og einn þeirra hafi hvatt til að almenningur risi einnig upp og hafi boðað mótmæli.

Viðskiptablaðið tekur ekki undir þetta og telur stöðuna í þjóðfélaginu almennt ágæta. Svo segir blaðið: „Flestir sem hafa haft fyrir því að kynna sér gang mála átta sig á því að verkalýðshreyfingin hefur kynt undir verðbólgu með því að knýja fram verulegar launahækkanir á undanförnum árum. Það hefur ríkisstjórnin einnig gert

...