Stærsta ákallið er samt það að mig vantar sjálfboðaliða til að koma hér út og vinna með mér í tíu daga eða svo í afar skemmtilegu verkefni.
Sigurjón Aðalsteinsson
Sigurjón Aðalsteinsson

Sigurjón Aðalsteinsson

Eftir falleg skilaboð frá mínum besta vin, sem er með krabbamein, og eftir að hafa heyrt hvernig hann lítur á lífið fékk ég uppljómun um það hvernig mig langar að eyða því sem ég á eftir af minni stuttu ævi í nánu sambandi við hann og aragrúa af öðru fólki sem kann að meta það sem ég er að gera og kem til með að gera.

Ég sjálfur fékk annað tækifæri í janúar sl. til að lifa lífinu lifandi. Í 20 ár með smá útúrdúrum lifði ég skapandi lífi án læknalyfja og áfengis. Það var síðan árið 2017 sem ég fór að vinna með fólki sem rændi mig þessari gleði og fór ég því að sofa illa, lenda síendurtekið í maníu og auðvitað þunglyndi þannig að sköpunarkrafturinn hvarf eins og dögg fyrir sólu. Þessu fylgdu aukaverkanir, s.s. ofnotkun lyfja og áfengis, ekkert sérstaklega góð blanda, sem endaði með innlögn á bráðalyflækningadeild Landspítalans

...