Það er vinsælt að tala um upplýsingaóreiðu þessa dagana, ekki síst þegar um er ræða einhverja stóra atburði úti í heimi. Hún er víst til hér á skeri líka, segja okkur sérfræðingar, en þegar beðið er um dæmin stendur á þeim
Bretland Lögregla má sín lítils gegn múgnum
Bretland Lögregla má sín lítils gegn múgnum — Benjamin Cremel/AFP

Andrés Magnússon

Það er vinsælt að tala um upplýsingaóreiðu þessa dagana, ekki síst þegar um er ræða einhverja stóra atburði úti í heimi. Hún er víst til hér á skeri líka, segja okkur sérfræðingar, en þegar beðið er um dæmin stendur á þeim.

Auðvitað þekkjum við blaðamenn dæmi um upplýsingaóreiðu. Sjaldnast þó af ráðnum eða illum hug, meira af leti eða sérhlífni. Og aðallega hjá hinu opinbera en hinir ábyrgu á eilífum fundum eða geta ekki svarað einföldustu spurningum samdægurs í von um að fréttin koðni niður.

En svo höfum við nýleg dæmi frá Bretlandi, þar sem alls konar hviksögur hafa fengið vængi og beinlínis leitt til óeirða, skemmdarverka og ofbeldis. Og það á alla bóga.

Sem fyrr kvartar hið opinbera undan upplýsingaóreiðu og breskir ráðherrar kynna jafnvel fyrirætlanir um að stemma við henni með aðferðum, sem ekki samræmast vel málfrelsi eða góðri lýðræðisvenju.

...