Ferðalag Bókina Mennsku byggir Bjarni Snæbjörnsson á dagbókum sínum og bréfaskiptum við fjölskyldu og vini.
Ferðalag Bókina Mennsku byggir Bjarni Snæbjörnsson á dagbókum sínum og bréfaskiptum við fjölskyldu og vini. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

FG

Haustið 1996 var ég orðinn 18 ára og bjó í innréttuðum bílskúr á Arnarnesinu ásamt Hafrúnu og Lindu. Ég hafði komið til baka frá Québec þetta sumar og vildi alls ekki fara aftur í MR. Við Linda og Hafrún ætluðum að klára framhaldsskólann saman og fara í Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Það var gaman hjá okkur þremur í sambúðinni. Við bulluðum mikið, skiptumst á að elda, héldum sameiginlegt bókhald fyrir matarinnkaupin, fórum allra okkar ferða í strætó og vorum dugleg í skólanum.

Ég man hversu stórkostlega hommalegt mér fannst það að leigja með tveimur stelpum. Ég hugsaði oft um það. Það áttu engir aðrir 18 ára strákar svona góðar vinkonur. Þeir áttu bara kærustur. Snemma um haustið vorum við Linda og Hafrún á leið heim úr Bónus í strætó. Ég man að við erum stödd á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði beint fyrir utan Skalla. Þar sem ég stari út um rúðuna

...