„Þetta er upplifun og mjög gaman,“ sagði Guðmundur Karlsson framkvæmda- og afreksstjóri Frjálsíþróttasambandsins í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur er staddur í París til að fylgja kúluvarparanum Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur á sínum fyrstu Ólympíuleikum
Þorpið Guðmundur Karlsson framkvæmda- og afreksstjóri Frjálsíþróttasambandsins er búinn að koma sér vel fyrir í ólympíuþorpinu í París.
Þorpið Guðmundur Karlsson framkvæmda- og afreksstjóri Frjálsíþróttasambandsins er búinn að koma sér vel fyrir í ólympíuþorpinu í París. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Í París

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

„Þetta er upplifun og mjög gaman,“ sagði Guðmundur Karlsson framkvæmda- og afreksstjóri Frjálsíþróttasambandsins í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur er staddur í París til að fylgja kúluvarparanum Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur á sínum fyrstu Ólympíuleikum.

Guðmundur er vel sjóaður þegar kemur að íþróttum því hann var sterkur sleggjukastari á sínum tíma. Þá lék hann einnig og þjálfaði í handbolta. Var hann fyrsti þjálfarinn til að gera karla- og kvennalið að Íslandsmeisturum.

„Maður þekkir marga hérna og það er gaman að hitta þá á þessum vettvangi. Maður hefur kynnst mörgum við það sem ég starfa í dag og svo einnig

...