Handboltinn kemur manni alltaf jafn mikið á óvart. Í gær stýrði okkar maður Alfreð Gíslason þýska karlalandsliðinu til sigurs í ótrúlegum leik á Ólympíuleikunum gegn gestgjöfunum í Frakklandi, sem eru einnig heims- og ólympíumeistarar

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

Handboltinn kemur manni alltaf jafn mikið á óvart. Í gær stýrði okkar maður Alfreð Gíslason þýska karlalandsliðinu til sigurs í ótrúlegum leik á Ólympíuleikunum gegn gestgjöfunum í Frakklandi, sem eru einnig heims- og ólympíumeistarar.

Ég sat og horfði á leikinn ásamt afa mínum og þýska frænda mínum sem fagnaði mikið. Þjóðverjar eru nefnilega með mjög spennandi lið og fór lettneski Þjóðverjinn Renars Uscins algjörlega á kostum en hann er aðeins 22 ára gamall.

Í undanúrslitum mæta lærisveinar Alfreðs Spánverjum sem rétt svo unnu Egyptaland, 29:28. Spænska liðið hefur ekki verið sannfærandi á undanförnum mótum og eru möguleikar Þýskalands því miklir að komast í úrslitaleikinn, þó að aldrei megi afskrifa þá

...