„Við erum mjög spenntir fyrir þessu. Þetta er stór leikur í okkar sögu. Þetta er í annað skiptið sem við erum í þessari umferð. Við mættum Lech Poznan síðast,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið
Evrópa Arnar Gunnlaugsson telur möguleika Víkings á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar góða en varast þó að hugsa svo langt.
Evrópa Arnar Gunnlaugsson telur möguleika Víkings á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar góða en varast þó að hugsa svo langt. — Morgunblaðið/Eggert

Sambandsdeild

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

„Við erum mjög spenntir fyrir þessu. Þetta er stór leikur í okkar sögu. Þetta er í annað skiptið sem við erum í þessari umferð. Við mættum Lech Poznan síðast,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið.

Íslands- og bikarmeistarar Víkings eiga fyrir höndum leik gegn Eistlandsmeisturum Flora Tallinn í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli klukkan 18.15 í kvöld. Síðari leikurinn fer svo fram í Tallinn eftir slétta viku.

„Við erum búnir að undirbúa okkur vel og ég neita að trúa öðru en að allir séu bara vel gíraðir í þennan leik.

...