Baksvið

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Morgunblaðið greindi frá því um liðna helgi, að Berjaya Food International (BFI) stefndi að því að opna Starbucks-kaffihús á Íslandi á fyrri hluta næsta árs. Eftir örlitla upplýsingaóreiðu var það staðfest í svari BFI við fyrirspurn blaðsins.

Fram kom að BFI hefði tryggt sér rekstrarréttinn á Íslandi, í Danmörku og Finnlandi og að BFI ætlaði sér stóra hluti í norrænu ríkjunum.

Það ætti ekki að vera of erfitt í ljósi þess að Finnland, Noregur, Ísland og Danmörk raða sér í efstu fjögur sætin þegar lönd eru flokkuð eftir kaffineyslu á nef hvert. Finnarnir eru langduglegastir, neyta liðlega 13 kílóa af kaffi á ári, en Íslendingar eru engir aukvisar með rúm 10 kíló á

...