Frelsi, jafnrétti, öryggi og mannréttindi ættu að vera óumdeilanleg réttindi hverrar manneskju og mynda grundvöllinn að hverju velmegandi samfélagi.
Lucie Samcová-Hall Allen
Lucie Samcová-Hall Allen

Lucie Samcová-Hall Allen

Nú þegar Hinsegin dagar eru gengnir í garð er ánægjulegt að sjá litadýrðina lífga upp á sumarið hér í Reykjavík. Hinsegin samfélagið hér á landi hefur unnið þrotlausa baráttu fyrir mannréttindum og jafnrétti, en margt hefur breyst og áunnist síðan fyrstu frelsisgöngurnar voru haldnar í Reykjavík árin 1993 og 1994. Í dag er Ísland í 2. sæti á Regnbogakorti ILGA-Europe-samtakanna, en það er stafrænn mælikvarði sem sýnir stöðu lagalegra réttinda hinsegin fólks í Evrópu. Sá árangur er viðurkenning á hinni miklu skuldbindingu Íslands til jafnréttis, inngildingar og réttarverndar fyrir hið fjölbreytta hinsegin samfélag hér á landi.

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hefst á eftirfarandi orðum: „Sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum.“ Þessi orð eru ekki einungis yfirlýsing

...