Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Mikilvægt er að aðstandendur þess fólks sem tekur líf sitt fái strax nauðsynlega og viðeigandi aðstoð,“ segir Heiður Hjaltadóttir. „Strax eftir að okkur bárust þessar hræðilegu fréttir vorum við gripin. Stuðningur og hjálp sálfræðings hefur gert mikið fyrir mig.“

Heiður er móðir Hjalta Þórs Ísleifssonar heitins sem fyrirfór sér í desember á síðasta ári, en hann var þá, 27 ára, í doktorsnámi í stærðfræði við ETH-háskólann í Zürich í Sviss. Námið hafði gengið mjög vel og var Hjalti að nálgast doktorsgráðuna. Hins vegar fylltist hugurinn ranghugmyndum eitt augnablik, að sögn móður hans, um að grein sem hann hafði skrifað og birt var opinberlega, þegar hann var á fyrsta ári í doktorsnáminu, stæðist ekki skoðun. Hann taldi sig hafa

...