Annar gjörningurinn af fjórum í röð myndlistarkonunnar Írisar Maríu Leifsdóttur á Höfn í Hornafirði nú í ágúst, fer fram á laugardaginn, 10. ágúst kl. 15. Gjörningaröðin ber heitið Jökulrætur og er á vegum Svavarssafns og var fyrsti gjörningurinn framinn 4
Jökulleir Íris safnar leir fyrir gjörning sem framinn verður 10. ágúst kl. 15.
Jökulleir Íris safnar leir fyrir gjörning sem framinn verður 10. ágúst kl. 15.

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Annar gjörningurinn af fjórum í röð myndlistarkonunnar Írisar Maríu Leifsdóttur á Höfn í Hornafirði nú í ágúst, fer fram á laugardaginn, 10. ágúst kl. 15. Gjörningaröðin ber heitið Jökulrætur og er á vegum Svavarssafns og var fyrsti gjörningurinn framinn 4. ágúst hjá hlaupa- og hjólastíg við sjávarsíðuna hjá Nýheimum þar í bæ.

Um verk Írisar segir í tilkynningu að hún skoði hvernig við skynjum hreyfingu jökla, hvernig hreyfing þeirra sýni flæði tímans og um leið hverfulleika heimsins. Íris telji bráðnun jöklanna helstu birtingarmynd umhverfisbreytinga samtímans og er sannarlega ekki ein um það. Ljóst þykir að jöklarnir muni hverfa, ef fram heldur sem horfir.

Í fyrsta gjörningnum málaði Íris

...