Verk listamannsins Stefáns Óla Baldurssonar má sjá á mörgum húsveggjum víðs vegar um Reykjavík og á veitingastöðum. Myndefnið sækir hann oftar en ekki í gamlar ljósmyndir, stundum svarthvítar, sem hann svo málar í lit eftir eigin innblæstri
Þvottahúsið Veggur Úðafoss fatahreinsunar á Vitastíg. Verkið er unnið út frá svarthvítri ljósmynd sem Sigurhans Vignir tók af fyrsta yfirbyggða þvottahúsinu í Laugardal en Stefán valdi liti í takt við tíðarandann. Stefán Óli sóttist sjálfur eftir að mála á vegginn og eigendur hússins tóku vel í hugmyndina.
Þvottahúsið Veggur Úðafoss fatahreinsunar á Vitastíg. Verkið er unnið út frá svarthvítri ljósmynd sem Sigurhans Vignir tók af fyrsta yfirbyggða þvottahúsinu í Laugardal en Stefán valdi liti í takt við tíðarandann. Stefán Óli sóttist sjálfur eftir að mála á vegginn og eigendur hússins tóku vel í hugmyndina.

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

viðtal

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Verk listamannsins Stefáns Óla Baldurssonar má sjá á mörgum húsveggjum víðs vegar um Reykjavík og á veitingastöðum. Myndefnið sækir hann oftar en ekki í gamlar ljósmyndir, stundum svarthvítar, sem hann svo málar í lit eftir eigin innblæstri.

Snýst um forvitni

Bakgrunnur Stefáns Óla er óvenjulegur og segja má að hann komi að vissu leyti að listinni frá jaðrinum.
„Ég hef alltaf verið að prófa mig áfram, frá því ég man eftir mér. Ég man til dæmis að þegar ég var níu ára og úti að leika með krökkunum þá klifruðum við upp á þak leikskólans. Einhver rétti mér spreybrúsa og

...