Jafnréttisstofa
Jafnréttisstofa

Alls sóttu sex um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu sem auglýst var um miðjan júní, en umsóknarfresturinn rann út í byrjun mánaðar. Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur gegnt embættinu frá árinu 2017.

Umsækjendurnir sex eru eftirfarandi: Arnrún Halla Arnórsdóttir aðjunkt, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir sérfræðingur, Elinóra Guðmundsdóttir fjölmiðlafræðingur, Jón Fannar Kolbeinsson lögfræðingur, Marcin Zembrowski viðskiptafræðingur og Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri.

Jafnréttisstofa heyrir undir forsætisráðuneytið en meðal verkefna hennar er að hafa eftirlit með framkvæmd laga á sviði jafnréttismála. Aðsetur hennar er á Akureyri.