Að skilja og upplifa list snýst því um meira en bara það sem blasir við og byggist að miklu leyti á þeim upplýsingum sem eru fyrir hendi.
Berskjölduð Í æviminningum lýsir Rose Boyt því hvernig var að sitja nakin fyrir hjá föður sínum Lucian Freud.
Berskjölduð Í æviminningum lýsir Rose Boyt því hvernig var að sitja nakin fyrir hjá föður sínum Lucian Freud. — AFP/Jaques Munch

AF LISTUM

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Picasso drap í sígarettu í andliti kærustu sinnar, Françoise Gilot, sem var fjörutíu árum yngri en hann, og málaði af henni mynd þar sem farið eftir sígarettuna er áberandi. Auk líkamlegs og andlegs ofbeldis sem Gilot mátti þola þá skipti Picasso henni síðar út fyrir yngri konu og nýtti tengslanet sitt til þess að hún fengi ekki framgöngu innan listaheimsins. Lucien Freud var fjarlægur faðir 14 barna (sem vitað er um) og málaði afar nærgöngular nektarmyndir af unglingsdóttur sinni, Rose Boyt. Í æviminningum sínum Naked Portrait lýsir Boyt því hvernig það að sitja fyrir hjá honum var leið hennar til að verja tíma með föður sínum en reynslan hafi verið henni þungbær. Þá yfirgaf Paul Gauguin konu og börn, fluttist til Tahítí og svaf hjá kornungum

...