Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ) hefur sett á sölu 18 íbúðir við Lindarbrún í Hveragerði. Salan sætir tíðindum á fasteignamarkaði. Annars vegar vegna þess að þær eru ætlaðar fólki sem þarf á þjónustu NLFÍ að halda og hins vegar…
Uppbygging Íbúðirnar 18 sem eru til sölu í Hveragerði eru í húsunum fjórum í forgrunni myndarinnar.
Uppbygging Íbúðirnar 18 sem eru til sölu í Hveragerði eru í húsunum fjórum í forgrunni myndarinnar. — Teikningar/Lindarbrun.is

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ) hefur sett á sölu 18 íbúðir við Lindarbrún í Hveragerði.

Salan sætir tíðindum á fasteignamarkaði. Annars vegar vegna þess að þær eru ætlaðar fólki sem þarf á þjónustu NLFÍ að halda og hins vegar vegna þess að meðalverð íbúðanna er tæplega 157 milljónir króna.

Upplýsingar um verð íbúðanna má finna í töflu hér til hliðar. Við fermetratöluna bætast svalir og eftir atvikum verönd og sérafnotareitur. Töluvert getur munað um þetta tvennt. Til dæmis teljast verönd og sérafnotareitur með íbúð 108 vera 17,6 og 25,6 fermetrar. Þingvangur byggir.

Fóru í hugmyndasamkeppni

Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunar NLFÍ,

...