Aurbjörg hefur þróað nýja vöru, lánskjaravakt þar sem áskrifendur geta látið vakta húsnæðislánamarkaðinn fyrir sig með það að markmiði að geta endurfjármagnað húsnæðislán sín á betri kjörum. Ásdís Arna Gottskálksdóttir framkvæmdastjóri Aurbjargar…
Fjártækni Aurbjörg hefur byggt upp fjártæknilausn sem eflir fjármálalæsi og einfaldar fjármál einstaklinga.
Fjártækni Aurbjörg hefur byggt upp fjártæknilausn sem eflir fjármálalæsi og einfaldar fjármál einstaklinga. — Morgublaðið/Aðsend

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Aurbjörg hefur þróað nýja vöru, lánskjaravakt þar sem áskrifendur geta látið vakta húsnæðislánamarkaðinn fyrir sig með það að markmiði að geta endurfjármagnað húsnæðislán sín á betri kjörum.

Ásdís Arna Gottskálksdóttir framkvæmdastjóri Aurbjargar segir í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið vilji hjálpa fólki að finna tækifæri í fjármálum heimilsins.

„Við stefnum á að verða ómissandi hluti af fjármálum heimila. Fjármálaheilsa heimila er lýðheilsumál fyrir íslenskt samfélag. Aurbjörg er ekki að taka ákvarðanir fyrir fólk heldur auðvelda aðgengi að skýrum upplýsingum. Við sjáum fram á að festa okkur í sessi sem fjármálastjóri heimilanna,“ segir Ásdís spurð nánar um lausnina.

...