Hamskipti nefnist sýning sem opnuð verður í Gerðarsafni í dag, fimmtudag, kl. 18 í tilefni af 30 ára afmæli safnsins. Samkvæmt upplýsingum frá safninu er sýningunni ætlað að varpa „ljósi á einstaka arfleifð Gerðar Helgadóttur í íslenskri…
Arfleifð Gerður Helgadóttir (1928-1975) myndhöggvari árið 1957.
Arfleifð Gerður Helgadóttir (1928-1975) myndhöggvari árið 1957.

Hamskipti nefnist sýning sem opnuð verður í Gerðarsafni í dag, fimmtudag, kl. 18 í tilefni af 30 ára afmæli safnsins. Samkvæmt upplýsingum frá safninu er sýningunni ætlað að varpa „ljósi á einstaka arfleifð Gerðar Helgadóttur í íslenskri myndlist sem ber vitni um djúpa leit hennar að fagurfræðilegum sannleika,“ eins og segir í tilkynningu.

Eins og titill sýningarinnar gefur til kynna er henni ætlað að skoða hamskipti í listsköpun Gerðar Helgadóttur. „Á sýningunni má sjá margþætt og margslungin verk Gerðar sett í samhengi sem dregur fram lítil náin augnablik og ýtir undir tengingar á milli verka. Titill sýningarinnar ber vitni um margbreytileika og stórbrotna þróun verka listakonunnar.“ Sýningin stendur til 20. október.

Við sama tilefni verður útgáfu bókarinnar Leitað í tómið

...