Starbucks var stofnað í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna árið 1971. Nafnið var dregið af hinum jarðbundna 1. stýrimanni á hvalfangaranum Pequod í skáldsögu Hermans Melvilles um Moby Dick. Það var þó ekki fyrr en rúmum áratug síðar, sem litla…
Kalifornía Gestur pantar koffínlausan mokka með möndlumjólk og mintu.
Kalifornía Gestur pantar koffínlausan mokka með möndlumjólk og mintu. — Etienne Laurent/AFP

Starbucks var stofnað í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna árið 1971. Nafnið var dregið af hinum jarðbundna 1. stýrimanni á hvalfangaranum Pequod í skáldsögu Hermans Melvilles um Moby Dick.

Það var þó ekki fyrr en rúmum áratug síðar, sem litla kaffihúsið fór að stækka eftir að Howard Schultz, ungur maður frá New York, keypti sig inn í reksturinn og vildi sameina ítalska kaffihefð og bandaríska hagkvæmni. Það varð skjótt kaffihúsakeðja, fyrst á heimavelli í Bandríkjunum, en árið 1996 í Japan, 1998 hófst landnám Evrópu og í Kína 1999. Nú eru ríflega 38 þúsund Starbucks-staðir í heiminum.

Útbreiðslan er mest í Norður-Ameríku, Austur-Asíu og Evrópu. Mismikil þó, eins og sést á því að á Ítalíu er aðeins 31 Starbucks-kaffihús, aðallega á flugvöllum og ferðamannastöðum, en innfæddir fitja upp á trýnið.

Kaffikerar eru enda

...