Sigurður Árni Sigurðsson (f. 1963) Grænt samhengi, 2000 Olíumálverk, 200 x 224 cm
Sigurður Árni Sigurðsson (f. 1963) Grænt samhengi, 2000 Olíumálverk, 200 x 224 cm

Síðan Sigurður Árni Sigurðsson lauk myndlistarnámi í Frakklandi í upphafi tíunda áratugarins hefur hann á persónulegan og markvissan hátt kannað eiginleika málverksins. Skipa litir og form iðulega stóran sess í verkum hans auk þess sem skuggar leika stórt hlutverk. Oftar en ekki kalla litirnir á athyglina vegna þess hve skærir þeir eru eða vegna þess að þeir eiga sér enga samsvörun í raunveruleikanum. Formin eru hins vegar kunnugleg, hringlaga svo ýmist minnir á diska, hnetti, kúlur eða skífur, og oftar en ekki virðast þau fljóta eða svífa á striganum. Oft eru hringirnir tengdir saman og mynda eins konar mólekúl.

Þar sem Sigurður Árni málar gjarnan með olíulit á dúk án sýnilegra pensilfara tekst honum að beina athyglinni að málverkinu sem skynvillu og um leið fer hann með áhorfandann í könnunarferð um myndrýmið. Oftar en ekki beinir hann athyglinni að forgrunni

...