Á Vestfjörðum eru margar áhugaverðar leiðir upp til fjalla og út með nesjum sem gaman er að ferðast um. Sérstaklega er gaman að þræða þessar slóðir á fjórhjólum, því þannig nær maður alveg frábærri tengingu við náttúruna og umhverfið
Garpar Steingrímur Birgisson, til vinstri, og Páll Kristinsson hér við fjórhjólin sín. Þeir hlakka til næstu ferðar.
Garpar Steingrímur Birgisson, til vinstri, og Páll Kristinsson hér við fjórhjólin sín. Þeir hlakka til næstu ferðar.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Á Vestfjörðum eru margar áhugaverðar leiðir upp til fjalla og út með nesjum sem gaman er að ferðast um. Sérstaklega er gaman að þræða þessar slóðir á fjórhjólum, því þannig nær maður alveg frábærri tengingu við náttúruna og umhverfið. „Þetta er ferðamáti sem ég mæli svo sannarlega með,“ segir Steingrímur Birgisson.

Margir möguleikar á ferðum um stórbrotna náttúru fyrir vestan blöstu við, þegar Steingrímur og Páll Kristinsson, tengdafaðir hans, settust niður með landakortið fyrir framan sig. Þetta var nú í júlí, en eftir að hafa kannað gistimöguleika og fleira lögðu þeir af stað. Settu fjórhjól sín – sem eru mjög af stærri gerðinni – á jeppakerru og stefnan sett vestur. Steinshús við Nauteyri á Langadalsströnd var fyrsti áfangastaður og þaðan var lagt á

...