Birgir Vigfússon fæddist í Vestmannaeyjum 22. júlí 1941. Hann lést á heimili sínu að Austurströnd 12 á Seltjarnarnesi þann 17. júlí 2024.

Foreldrar hans voru Vigfús Guðmundsson, f. 21. október 1908, d. 22. september 1946, sjómaður og Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir húsfreyja f. 27. september 1914, d. 25. ágúst 1998. Vigfús lést þegar Birgir var fimm ára og ólst hann upp hjá móður sinni og fósturforeldrum, hjónunum Arnoddi Gunnlaugssyni móðurbróður hans og konu hans Önnu Pálínu Halldórsdóttur. Birgir lauk landsprófi 1957, stundaði því næst nám við Stýrimannaskólann og lauk þaðan farmannaprófi árið 1964. Birgir var eina barn Sigurbjargar en fóstursystir hans er Elísabet Arnoddsdóttir.

Birgir kvæntist Svandísi Önnu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðingi f. 7. júlí 1942, þann 4. september 1965 og eignuðust þau fjögur börn. Elst er Ásta Margrét

...