Ásthildur Sturludóttir
Ásthildur Sturludóttir

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar segir í samtali við blaðið að málefni heilsugæslu á Akureyri séu í höndum ríkisins og að heilbrigðisráðherra verði að svara fyrir hvar það er statt. Hún segir að bærinn sé með lóðir klárar og ekkert hafi staðið á bænum.

Aftur á móti vill hún taka fram að þeim í bæjarstjórn Akureyrar þyki það mjög slæmt hvað þetta hefur gengið hægt, en „við höfum reynt að leggja okkar af mörkum til að uppbygging heilsugæslunnar á Akureyri geti gengið hratt og örugglega fyrir sig“.

Málefni heilsugæslu á Akureyri hafa verið til umfjöllunar undanfarið, en þau hafa verið í miklum ólestri að sögn Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sem ritar grein um málið í Morgunblaðið 1. ágúst þar sem hún leggur spilin á

...