Rauði krossinn opnaði í gær nýtt neyslurými í Borgartúni, en rýmið hefur fengið heitið Ylja. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að um mikil tímamót sé að ræða.

Rauði krossinn rak áður neyslurými í bifreið sem tilraunaverkefni. Willum segir að það hafi reynst vel, en að sama skapi hafi því einnig fylgt nokkrir ókostir, því bifreiðin hafi veitt lítið skjól fyrir veðri og vindum, og auk þess ekki veitt mikið pláss. „Það sem tilraunaverkefnið dró fram var að það er mikil þörf fyrir þetta úrræði innan þessarar skaðaminnkandi hugmyndafræði sem ráðuneytið er nú að vinna að,“ segir Willum Þór.

Hann segir að ráðuneytið hafi nú undanfarið ár unnið með ýmsum aðilum að því að finna neyslurýminu stað, en það sé ekki síst mikilvægt með tilliti til forvarna og fyrir stuðning við þá sjúklinga sem

...