Hvað er hægt að gera til þess að kökur lyftist vel? Eitt gott ráð er að aðskilja eggin og hræra þau í sitthvoru lagi. Hræra eggjarauðurnar þannig að blandan verði fallega gul og rjómakennd og stífþeyta svo eggjahvíturnar
Terta Fólk þarf að vanda sig svo kakan verði falleg og lyftist vel. Ekki brussast áfram og hræra allt saman í einu. Þessi kaka þarf að bakast í réttri röð.
Terta Fólk þarf að vanda sig svo kakan verði falleg og lyftist vel. Ekki brussast áfram og hræra allt saman í einu. Þessi kaka þarf að bakast í réttri röð. — Morgunblaðið/Marta María Winkel Jónasdóttir

Marta María Winkel Jónasdóttir

mm@mbl.is

Hvað er hægt að gera til þess að kökur lyftist vel? Eitt gott ráð er að aðskilja eggin og hræra þau í sitthvoru lagi. Hræra eggjarauðurnar þannig að blandan verði fallega gul og rjómakennd og stífþeyta svo eggjahvíturnar. Eggjahvítur og eggjarauður fara ekki á sama tíma út í deigið og mikilvægt er að setja stífþeyttu eggjarauðurnar varlega út í svo eiginleikar þeirra tapist ekki. Einnig skiptir máli að aðskilja eggin þegar þau eru köld og byrja ekki að baka kökuna fyrr en eggin hafa staðið á borði og séu við stofuhita þegar baksturinn hefast. Mjög bráðlátir bakarar eiga mjög erfitt með þetta skref í ferlinu.

Kaka nokkurra hrærivélaskála

Í hvert skipti sem ég baka þessa dýrindisdjöflatertu þá rifjast það upp fyrir mér hvað það væri mikill lúxus að eiga

...