Háskólabíó Ég er ekki Jóhanna af Örk ★★★½· Eftir Berg Þór Ingólfsson. Leikstjórn: Katrín Guðbjartsdóttir. Tónlist: Urður Bergsdóttir og Jökull Smári Jakobsson. Leikmynd og búningar: Áróra Bergsdóttir og Emilía Bergsdóttir. Ljós og hljóð: Fjölnir Gíslason. Leikarar: Jökull Smári Jakobsson og Urður Bergsdóttir. Afturámóti frumsýndi í Háskólabíói fimmtudaginn 1. ágúst 2024.
Tvö Jökull og Urður „gera vel og fumlaust. Þau hvíla sérlega fallega í hlutverkum sínum og samleik,“ segir í rýni.
Tvö Jökull og Urður „gera vel og fumlaust. Þau hvíla sérlega fallega í hlutverkum sínum og samleik,“ segir í rýni. — Ljósmynd/Ágúst Wigum

Leiklist

Þorgeir

Tryggvason

Tveir ungir hlaðvarparar ákveða að gera Meyjunni af Orleans skil í þættinum sínum. Þau eru ágætlega undirbúin og vita flest sem vita þarf um harmræna sögu Jóhönnu frá Domrémy. Þau eru meira að segja búin að skrifa handrit (sem sumum hlaðvörpurum finnst óþarfa pjatt). Tæknin vefst ekkert fyrir þeim. Já, og svo eru þau búin að semja aldeilis prýðilegan upphafssöng með hnyttnum texta um hvað greinir þau (eða nánar tiltekið konuna í hlaðvarpsteyminu) frá franska þjóðardýrlingnum og öðrum kvenhetjum fortíðarinnar.

En fortíðin er trunta og raskar jafnvæginu þegar byrjað er að róta í henni. Upprifjun á örlagaríkri djammferð austur fyrir fjall hleypir öllu í bál og brand, innra með henni og svo honum líka, en þó aðallega í

...