Brandur Búi Hermannsson fæddist í Skarðinu í Borgarnesi 19. desember 1946. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans eftir skammvinn veikindi 23. júlí 2024.

Brandur Búi var sonur hjónanna Hermanns Víglundar Búasonar frá Litlu-Hvalsá í Hrútafirði, skrifstofumanns, f. 7. ágúst 1909, d. 27. október 2005, og Hallberu Sigurrósar Björnsdóttur frá Blönduósi, húsmóður, f. 17. desember 1911, d. 2. mars 1986. Fjölskyldan bjó lengst af á Gunnlaugsgötu í Borgarnesi. Brandur átti tvo eldri bræður, þá Georg Valdimar Hermannsson, f. 16. ágúst 1939, og Hallvarð Björn Hermannsson, f. 29. júlí 1943, d. 13. apríl 2015.

Þann 29. ágúst 1970 kvæntist Brandur eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Sverrisdóttur, grunnskólakennara frá Akureyri, f. 21. júlí 1948. Foreldrar Sigríðar voru Ellen Lísbet Pálsson og Sverrir Pálsson. Dætur Brands og Sigríðar eru: 1) Guðrún

...