Það fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðlana þegar franski stangarstökkvarinn Anthony Ammirati féll úr keppni. Enda var ástæðan sú að „fermingarbróðir hans slengdist í stöngina sem féll af ránni“, eins og það var orðað á mbl.is í frétt undir fyrirsögninni „Stór vonbrigði“. Þetta varð Friðriki Steingrímssyni í Mývatnssveit að yrkisefni:

Á frægðartoppinn leið er löng

og lúmskur slóðinn háli,

þá sem ætla' að stökkva' á stöng

stærðin skiptir máli.

Þórhallur Ingason orti um þessi „ólympíuvonbrigði“:

Afreksleið er oft mjög þröng

Þar ýmsir fá sinn skell.

Hann rak sína stöng í stöng

og stöngin við það

...