Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sakaði í gær Úkraínumenn um að hafa haft í frammi „meiri háttar ögrun“ en úkraínskar hersveitir hófu fyrr í vikunni sókn inn í Kúrsk-hérað Rússlands. Þjóðaröryggisráð Rússlands hittist í gær og var sjónvarpað frá hluta fundarins í Rússlandi. Sagði Pútín þar að Úkraínumenn hefðu m.a. skotið eldflaugum á íbúðarhúsnæði og sjúkrabíla í héraðinu.

Alexei Smirnov, héraðsstjóri Kúrsk-héraðs, sagði í gær að búið væri að flytja nokkur þúsund óbreyttra borgara frá héraðinu vegna bardaga þar, auk þess sem öllum stærri samkomum hefði verið frestað. Þá sagði Smirnov að búið væri að tryggja ástandið í héraðinu.

Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að það hafi sent bæði herþotur og stórskotalið til þess

...