Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður opnar sýninguna Úthverft á hvolfi í Galleríi Úthverfu á Ísafirði á morgun, föstudag, kl. 16, og stendur hún til 1. september. „Sýningarstaður sem heitir jafn inspírererandi nafni og Úthverfa hlýtur að hafa áhrif …
Sýnir Kristinn E. Hrafnsson.
Sýnir Kristinn E. Hrafnsson.

Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður opnar sýninguna Úthverft á hvolfi í Galleríi Úthverfu á Ísafirði á morgun, föstudag, kl. 16, og stendur hún til 1. september. „Sýningarstaður sem heitir jafn inspírererandi nafni og Úthverfa hlýtur að hafa áhrif á það hvernig maður vinnur og raðar hlutunum saman. Titil sýningarinnar má rekja til staðarins, en við vinnslu hennar rifjuðust upp ­ævagömlum verk um speglun hluta og hugmynda sem kalla má umsnúninga. Þetta eru verk um rýmið og staðinn á réttunni og röngunni, samhverfuna og speglunina og auðvitað pósitívuna og negatívuna. Ég er í raun enn að gera þetta, þó með öðrum hætti sé og ekki endilega sem úthverfu, heldur sem sjónarhorn, en í ákveðnu samhengi má segja að það sé eitt og hið sama. Sjónarhornin ráða því hvernig við sjáum og upplifum hlutina. Heimurinn úthverfur á hvolfi er jafn raunverulegur heimur og hinn – það er bara eitt sjónarhorn af mörgum,“ skrifar Kristinn m.a.

...