Unga og upprennandi tónlistarkonan Elísabet Guðnadóttir, eða Eló eins og hún kallar sig, vakti athygli landsmanna þegar hún hreppti silfrið á Músíktilraunum í mars á þessu ári og hlaut auk þess höfundaverðlaun frá Félagi tónskálda og textahöfunda
Ljúfir <strong>tónar </strong>Eló steig á sviðið á Þjóðhátíð um liðna helgi og bræddi hjörtu fólks í brekkunni.
Ljúfir tónar Eló steig á sviðið á Þjóðhátíð um liðna helgi og bræddi hjörtu fólks í brekkunni. — Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

Unga og upprennandi tónlistarkonan Elísabet Guðnadóttir, eða Eló eins og hún kallar sig, vakti athygli landsmanna þegar hún hreppti silfrið á Músíktilraunum í mars á þessu ári og hlaut auk þess höfundaverðlaun frá Félagi tónskálda og textahöfunda. Hún steig á stóra sviðið á Þjóðhátíð um liðna helgi og heillaði landann upp úr skónum með hugljúfri og lágstemmdri tónlist sinni þrátt afar vindasama og blauta verslunarmannahelgi. Sjálf er hún fædd og uppalin í Vestmannaeyjum en átti þó engan veginn von á því að spila á stærstu árlegu tónleikum heimabæjarins.

„Við afhendingu verðlaunanna á Músíktilraunum 2024, spyr Óli Palli hvort það sé ekki búið að bóka mig á Þjóðhátíð og í leiðinni hvatti hann ÍBV til að fá mig í Dalinn. Mér fannst það bara svolítið út í hött, að það myndi

...