Í Sveitarfélaginu Ölfusi er verið að undirbúa næstum 450 milljarða fjárfestingu í atvinnuskapandi verkefnum. Ríflega 800 störf gætu skapast ef 13 þessara verkefna verða að veruleika í sveitarfélaginu

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Í Sveitarfélaginu Ölfusi er verið að undirbúa næstum 450 milljarða fjárfestingu í atvinnuskapandi verkefnum. Ríflega 800 störf gætu skapast ef 13 þessara verkefna verða að veruleika í sveitarfélaginu. Þá gætu sömu verkefni skapað rúmlega 1.200 afleidd störf.

Þetta kemur fram í samantekt sem Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss sýndi Morgunblaðinu en hann var beðinn um að nefna verkefni sem þykja hvað raunhæfust á þessu stigi. Fjöldi aðila hefur knúið dyra hjá sveitarfélaginu síðustu misseri og munu sum verkefnin, eins og gengur, aldrei komast af hugmyndastigi.

Elliði bendir á að heildarútgjöld ríkissjóðs séu um 1.500 milljarðar og því nemi áætlaðar fjárfestingar í Ölfusi um þriðjungi af útgjöldum ríkissjóðs.

...