— Morgunblaðið/Eyþór

Von er á mildu veðri á landinu öllu um helgina, en best verður veðrið suðvestanlands. Þetta segir Katrín Agla Tómasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hún segir von á fremur hægum vindi um helgina og vætu af og til víðast hvar um landið. Þurrt og bjart á að vera á Suðvesturlandi, þá einkum á laugardaginn. Hitinn á Suðurlandi verður í kringum tíu til fimmtán stig, en fer hækkandi þegar sólin skín.

Spáð er bjartviðri á höfuðborgarsvæðinu þegar Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga, fer fram á laugardaginn í Reykjavík. Ekki er von á úrkomu og útlit er fyrir ágætt veður.