Skagafjörður Minnisvarði skáldsins á Arnarstapa nærri Víðimýrarseli.
Skagafjörður Minnisvarði skáldsins á Arnarstapa nærri Víðimýrarseli. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Þegar ms. Gullfoss kom til Íslands um miðjan júní úr Ameríkusiglingu var skáldið Stephan G. Stephansson þar á meðal farþega. Hann var hér að vitja heimalands síns sem hann hafði yfirgefið 44 árum fyrr, þá 19 ára sveitapiltur. Í harðindum á síðari hluta 19. aldar var ráð þúsunda manna, einkum á Norður- og Austurlandi, að skapa sér og sínum nýja framtíð í Vesturheimi, þar sem gull og grænir skógar stóðu til boða. Stephan G. var einn þeirra.

Fyrst bjó Stephan í Wisconsin í Bandaríkjunum en hélt síðar Alberta-fylkis í Kanada við rætur Klettafjalla. Vestra var hann alla tíð bóndi, en jafnhliða því skáld sem orti á kjarnmikilli íslensku. Áhrif af heimaslóðum fylgdu honum alla tíð og þau meðal annars gerðu Stefán Guðmundsson frá Víðimýrarseli í Skagafirði að stórskáldi.

„Þegar maður sér sitt gamla ættland rísa úr sjó eftir 44 ára fjarveru, þá fyllist hugurinn gömlum æskuminningum. Ég fann að ég var kominn heim, minn ljúfasti draumur var að rætast,“ sagði

...