Elín Helena Guðmundsdóttir fæddist 20. janúar 1962 í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu 20. júlí 2024.

Foreldrar Elínar Helenu voru Elín Torfadóttir, fóstra og framhaldsskólakennari, f. 1927, d. 2016, og Guðmundur J. Guðmundsson, verkalýðsleiðtogi og alþingismaður, f. 1927, d. 1997. Systkini hennar eru Gunnar Örn, f. 1948, Sólveig, f. 1951, og Guðmundur Halldór, f. 1953.

Sambýlismaður Elínar á árunum 1990 til 1999 var Runólfur Þór Andrésson prentsmiður. Þau eignuðust þrjú börn: Helenu, f. 1991, sem fæddist andvana, Glóeyju, f. 1993, sem er gift Ásmundi Óla Gíslasyni og eiga þau dótturina Helenu Sólveigu, f. 2024, og Torfa Þór, f. 1996, sambýliskona hans er Elín Harpa Héðinsdóttir.

Elín Helena ólst upp fyrstu æviárin í Vesturbænum í Reykjavík, en síðar flutti hún með foreldrum sínum upp í

...